Skipulag á landi við Skíðaskálann í Hveradölum og uppbygging

Skipulag á landi við Skíðaskálann í Hveradölum og uppbygging

skidaskalinnSkipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss samþykkti á fundi sínum 21. september síðastliðinn að uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli.

Í fundargerð kemur fram að:

Nánast öll uppbyggingin er á röskuðu svæði sem hefur verið útivistarsvæði. Byggja á að hámarki 210 herbergja hótel. Skíðaskálinn verður áfram sjálfstæð eining í endurbættri mynd. Byggja á 8500 m2 lón í botni Stóradals ásamt baðhúsi sem verður sambyggt hótelinu. Mannvirki tengd baðlóninu er um 500 m2.

Fyrirhugað er að nýta heitt affallsvatn sem fellur frá Hellisheiðavirkjun sem er skiljuvatn eða úrgangsvatn sem verður endurnýtt fyrir starfsemina. Svæðið verður áfram fyrir göngu- og hjólahópa sem og þjónusta við útivistarfólk. Fyrirhugað er að setja upp skíðalyftu á sama svæði og gamla lyftan var í Hveradölum.

Fyrirhugað að byggja aðstöðuhús fyrir skíðaiðkendur við skíðabrekkuna og einnig er fyrirhugað að byggja gróðurhús sunnan við skíðaaðstöðuna og einnig tækjahús sem verður nær þjóðveginum. Svæðið sem er skipulagt er um 46 ha. Affallsvatni frá baðlóninu verður veitt fyrst í útfellingartjarnir áður en því er veitt um lagnir að niðurrennslisholum og eru þessi svæði afmörkuð í deiliskipulaginu.

Baðhús og hótel. Baðhúsið er um 2500 m2 á tveimur hæðum. Hótelið er um 9000 m2 á þremur hæðum. Fyrirhugað er að hótelið sé með um 180 herbergjum og síðan annað hús eða smáhýsi um 1000 m2 með um 30 herbergjum. 

Gróðurhús eða þjónustuhús gæti verið um 1000 m2 með fjölbreytni í ræktunarmöguleikum og verslun og veitingar.

Það verður spennandi að fylgjast með gangi mála og fá vonandi seinna meir að upplifa þessa ferðamannaparadís í grennd við skíðaskálann í Hveradölum.

One Comment

  1. Erlendur Eiríksson says:

    Spennandi.
    Ég á yndislegar minnigar frá þessum stað. Afi og Amma buðu mér út að borða í Skíðaskalann þegar ég var um 5 ára. Hermann afi sagði að ég mætti panta hvað sem ég vildi af matseðlinum. Eftir stutta stund á ég að hafa kallað hátt og snjallt “ég vil fá hákall”. Afi sagði mér oft frá þessari sögu með miklu stolti. Enda sagðist hann hafa verið gríðalega montinn af stráknum fyrir að hafa valið jafn góðann rétt sem hákallinn væri. “Já svo ástu heila skál af þessu, alveg skæl brosandi: sagðan svo”. Rögnu ömmu fannst þetta ekki alveg eins flott en hló samt alltaf þegar sagan var sögð. Blessuð sé minning þessa yndilslegu ættingja.