Slá, kremja og berja fitu

Slá, kremja og berja fitu

Skjáskot frá Facebook.

Skjáskot frá Facebook.

Það eru nú ýmsar aðferðir sem konur hafa notað í gegnum tíðina til þess að grenna sig, þessi aðferð, sjá texta hér til vinstri, sem birt var í tímaritinu Vikunni 1951 slær þó öllu við. Já, meiri að segja í bókstaflegri merkingu í ljósi þess að aðferðin snýst um að slá fituna í burtu.

Sjáið þið ekki í anda lesendur greinarinnar reyna þessa aðferð með frotté handklæðin og hnúana að vopni! Berja og kremja burtu fitu af lærum. Dæmi hver um sig en þessi aðferð á þó án nokkurs vafa lítið upp á pallborðið hjá nútímakonum. Nú þykir vænlegra að grípa í lóðin og lyfta duglega, ekki slá og berja sig sjálfa.

 

 

Comments are closed.