Söfnunar- og skemmtikvöld Álfaborgar

Söfnunar- og skemmtikvöld Álfaborgar

alfaborgHaldið var söfnunar- og skemmtikvöld fyrir leikskólann Álfaborg í Reykholti í Biskupstungum í gærkveldi.

Fjölmargir listamenn úr sveitinni komu fram ásamt Svavari Knúti, boðin voru upp þrjú listaverk sem börnin í Álfaborg bjuggu til og selt var kaffi og meðlæti til styrktar leikskólanum.

Tilgangur kvöldsins var að styrkja leikskólann til kaupa á nýjum leikföngum og kennslutækjum sem vantar til leikskólastarfsins og halda upp á 30 ára afmæli leikskólans.

Mygla fannst í kjallara leikskólans í sumar og henda þurfti leikföngum og munum úr leikskólanum ásamt því að loka þurfti húsnæðinu tímabundið. Starfsemi leikskólans var á meðan flutt í Bláskógaskóla í Reykholti.

Regína Rósa Harðardóttir, leikskólastjóri Álfaborgar, sagði kvöldið hafi verið mjög skemmtilegt og að starfsmenn skólans vilji koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem komu fram og lögðu sitt að mörkum ásamt þeim sem sáu sér fært að mæta. Tók hún sérstaklega fram að Kvenfélag Biskupstungna og foreldrafélag leikskólans Álfaborgar fái bestu þakkir fyrir frábæra skipulagningu á yndislegu kvöldi.

Síðustu tölur af söfnuninni eru að nú þegar hafa safnast 1.055.190 kr. en ekki er allt komið inn, þannig að talan gæti hækkað. Enn er opið fyrir söfnunina og þeir sem vilja styrkja leikskólann geta lagt inn á reikning 0151-05-60632  kt. 661007-3970.

 

 

 

 

 

Comments are closed.