Gönguleiðir

2015-12-30_20-11-46
Nokkrar vinsælar gönguleiðir á Suðurlandi:

Hafursey
Skemmtileg gönguleið á „eyju“ með góð útsýni þá sérstaklega hafi fólk áhuga á eldsumbrotum og jarðfræði Kötlusvæðisins. Hafursey er ein af nokkrum landföstum eyjum ef svo má að orði komast. Dyrhólaey, Pétursey og Hafursey rísa allar upp frá umhverfi sínu sem eyjar og hafa líklega hlotið nöfn sín af því.

Þríhyrningur
Skemmtilegt og nokkuð fáfarið fjall í nágrenni Hvolsvallar. Ekki mikil hækkun og hentar því flestum sem fá að launum fallegt útsýni yfir Suðurlandsundirlendi. Best er að aka inn í Fljótshlíð, í gegn um Tumastaðaskóg í átt að Þríhyrningi. Haldið er framhjá bæjunum Tungu og Vatnsdal inn í Engidal að ánni Fiská.

Remundargil
Um einnar klukkustundar gönguleið eftir frábæru gili þar sem landslag gilsins líkist helst ævintýralandi sé fólk með augun opin. Ekið er úr Þakgili og þegar komið er út að Hvolhöfði, út úr gilinu er slóði til vinstri og er hann ekinn. Eftir nokkura mínútna akstur er komið að gilinu og er bifreiðin skilin eftir.

Remundargil frá Þakgili
Ganga að og inn afar fallegt gil sem liggur næst Þakgili. Fyrir utan eina hæð er lítil hækkun á leiðinni. Gengin er sama leið tilbaka en hægt að stytta um nokkra kílómetra með því að láta fórnfúsan bílstjóra sækja að mynni Remundargils. Leiðin er stikuð og elta skal þær sem eru með fjólubláan topp.

Þakgil
Örstutt gönguleið frá tjaldsvæðinu í Þakgili lengra inn gilið að litlum fallegum fossi og hyl sem þar hefur myndast. Ljómandi falleg leið þó hún og lækurinn sé að hluta manngert. Fært öllum og hentar sérstaklega vel yngri kynslóðinni því það má drullumalla, kasta grjóti og sjá hinar ýmsu ævintýramyndir á leiðinni.

Þrastaskógur
Skemmtilegt svæði að ganga um með fjölda göngustíga að mismunandi lengd. Leiktæki, tjaldsvæði, salerni og útsýnisstaðir. Lengsti stígurinn kallaður Birkistígur, 2,6 km en svo eftirfarandi; Skógarstígur 741 m. Eikarstígur 267 m. Reynistígur 320 m. Furustígur 357 m. Runnastígur 336 m. Grenistígur 96 m. Einistígur 150 m. Viðjustígur 102 m. Árstígur 103 m.

Rjúpnabrekkur – Reykjadalur (Dalskarð)
Gengið frá upphafi leiðar inn í Reykjadal og upp í Dalskarð. Stikuð leið með rauðum lit í toppi stiku. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi:
Orkuveita Reykjavíkur Hin hefðbundna gönguleið í Reykjadal þ.e. frá Hveragerði.
Fín leið en fjöldinn sem hér fer er þannig að forðast ætti að vera hér yfir sumarið.

Ölfusvatn – Rjúpnabrekkur
Nokkuð löng leið en þó ekki mjög erfið. Fylgt er stikum með bláum lit í toppi en við Ölkeldhnúk er skipt yfir í stikur með rauðum lit í toppi. Gengið niður Reykjadal að bílasvæði við Rjúpnabrekkur. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

Ölfusvatn – Hveradalir
Löng en ekki mjög erfið leið. Fylgja skal stikum með bláum toppi.
Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

Nesjavellir – Norðurhlíðar Hengils
Fylgið bláum stikum að Hengilshlíðum en þar taka við stikur með svörtum lit í toppi. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur

Dyradalur – Sleggjubeinsdalur
Gengið meðfram Henglinum um Engidal, framhjá Húsmúla og að Sleggjubeinsdal. Fylgið stikum með bláum lit í toppinn. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Svæðið er sannkallað draumland göngumannsins, stutt að fara ásamt því að frekar fáir nýta sér svæðið. Landslagið er stórkostlegt og má vel gleyma sér í að skoða klettamyndanir.

Dyradalur – Nesjavellir
Þessi leið er einnig nefnd Dyravegur enda meðfram veginum að stærstum hluta. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Mjög skemmtileg leið og ótrúlega fjölbreytt. Sérstaklega ættu göngumenn að stöðva við Sporhelluna, klapparsvæði þar sem sjá má spor þeirra fjölmörgu hesta sem áður riðu hér með fólk og farangur.

Dyradalur – Engidalur
Stikuð leið, blár litur í toppinn, frekar auðveld leið. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæði Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Skemmtileg leið sem krefst þess þó reyndar að fórnfús ökumaður sé með í för nema ganga eigi fram og tilbaka sem er s.s. engum ofraun. Slíkt þarf að gera eða lengja leiðina framhjá Húsmúla.

Dyradalur – Botnadalur
Stikuð leið, blár litur í toppi á stikum. Ofangreind heimild: Gönguleiðir á Hengilssvæðinu Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Skemmtileg leið sem hefst í Dyradal, liggur því sem næst í norður eftir Dyrafjöllum og endar í Botnadal við Grafningsveg. Þaðan má reyndar lengja  leiðina og ganga niður að Hagavík í Þingvallavatni.

Skógar
Á Skógum eru ágætis göngustígar upp í skóginn sem er fyrir ofan Héraðsskólann. Það eru tröppur fyrir norðan skólann og þegar upp er komið er fyrst stytta af Þorsteini Erlingssyni skáldi. Síðan kemur nokkuð brattur stígur upp að rústum gömlu beitarhúsanna en þar er gott að tylla sér niður.

Hamragarðaheiði
Gengið er upp frá Hamragörðum og upp á Hamragarðaheiði, að grjótnámunum sem urðu til við gerð vegar í Landeyjarhöfn. Hægt er að keya upp á heiðina og styttist þá gönguleiðin um 5 – 6 km. Frá námunni er gengið í austur og komið fram á brún Eyjafjalla fyrir ofan bæinn Hvamm.

Seljalandsfoss
Stutt og auðveld leið fyrir alla fjölskylduna. Seljalandsfoss er fremsti foss Seljalandsár sem á upptök sín uppi á Hamragarða- og  Seljalandsheiði. Fossinn er 65 m. á hæð, fellur fram af fornum sjávarhömrum. Þegar loftslag fór að hlýna undir lok síðustu ísaldar bráðnaði ísinn hratt, samhliða því hækkaði sjávarstaða.

Stóri-Dímon
Skemmtileg ganga frá jafnsléttu á verulega fallegt útsýnisfjall sem hentar vel fjölskyldufólki. Á þjóðvegi 1, leiðinni til Víkur frá Hvolsvelli áður en farið er yfir Markarfljótsbrúna er beygt til vinstri inn Dímonarveg (250). Þaðan eru nokkir kílómetrar að Stóra-Dímon. Á Fljótshlíðarveginum (262) er afleggjarinn rétt áður en komið er að Múlakoti.

Rjúpnafell
Skemmtileg gönguleið í gegnum skóglendi og aflíðandi hlíðar að fellinu og brattur toppur þar sem fara þarf varlega. Rjúpnafell krefst nokkurar göngu frá Húsadal og Langadal í Þórsmörk en best er að ganga upp Slyppugil í Tindfjallagili og síðan upp suðvesturöxl fellsins. Síðustu 150 metrarnir eru ansi brattir og ekki fyrir þá sem eru lofthræddir.

Einhyrningur
Brött en stutt ganga upp á áhugaverðan útsýnisstað. Einhyrningur er mjög sérstætt 651 metra hátt móbergsfjall. Fljótshlíðarvegur (261) er ekinn til enda og áfram inn Emstruleið (F261) framhjá Þórólfsfelli og Fauskheiði þangað til komið er að Einhyrningsflötum. Hægt er að ganga á Einhyrning að sunnan og mótar fyrir göngustíg þegar ofar dregur.

Tindfjöll
Frekar erfið og löng jöklaganga. Tindfjöll eru fjallaröð með mörgum tindum og heitir sá mesti þeirra einfaldlega Tindur (1.251 m.y.s.). Þó að Tindfjallajökull sé með minnstu jöklum landsins er hann á risastórum gíg, um það bil 7 – 10 km. í þvermáli sem hefur myndast við mikið sprengigos. Fljótshlíðarvegurinn (261) er keyrður til enda.

Þórólfsfell
Þórólfsfell er 574 metra hár móbergsstapi. Útsýnið af toppi Þórólfsfells er stórfenglegt með jöklana þrjá, Tindfjallajökul, Eyjafjallajökul og Mýrdalsjökul hringinn í kring. Best er að leggja í göngu frá húsinu í Felli. Vinsælast er að ganga meðfram ánni upp með Þórólfsgljúfri eftir kindagötunum og stefnan síðan tekin rakleiðis á toppinn.

Gluggafoss
Stutt og auðveld ganga að fallegum fossi og hentar því vel fjölskyldufólki. Rétt fyrir innan Þorsteinslund, um 21 km frá Hvolsvelli er fagur foss að nafni Gluggafoss. Hann er í Merkjá, smáá sem merkir landaskilin milli Hlíðarenda og Múlakots. Fossarnir eru í raun tveir, sá neðri breiður og lágur, sá efri er Gluggafoss.

Tumastaðaskógur
Fjölskylduvæn skógarganga sem hægt er að verja góðum tíma í. Tunguskógur og Tumastaðir eru í Fljótshlíð, um 9 km. frá Hvolsvelli. Þetta er vinsæll útivistarstaður í Rangárþingi eystra. Hér hafa heimamenn ræktað upp allmikið skóglendi, lagt þar göngustíga og komið fyrir borðum og bekkjum. Þarna er fallegt umhverfi, skjólsamt og mikið fuglalíf.

Flókastaðagil
Skemmtileg gönguleið á kindagötum og hentar vel fyrir fjölskylduna. Ekinn er Fljótshlíðarvegur (261). Beygt er upp hjá Breiðabólsstað í Fljótshlíð, um 5 km. frá Hvolsvelli. Best er að leggja bílnum við safnaðarheimilið og fylgja girðingu í vesturátt að gilinu. Um er að ræða göngleið sem er að mestu eftir kindagötum.

Heilsustígur á Hvolsvelli
Merktir stígar í þorpinu sem eru þægilegir yfirferðar. Á heilsustígnum er búið að koma fyrir æfingatækjum og þrautum á 12 stöðum hér og þar um stíginn sem gaman er að reyna sig við. Hægt er að velja um mislangar og miserfiðar gönguleiðir. Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Rangárþingi eystra Útgefandi: Katla jarðvangur Vefsíða: www.katlageopark.is

Hvolsfjall
Hvolsfjall er 127 metra hátt fjall við Hvolsvöll og er auðvelt uppgöngu og hentar því vel fjölskyldufólki. Gengið er upp á Hvolsfjall frá Bjallanum hjá Stórólfshvolskirkju og þaðan inn eftir fjallinu eftir göngustíg sem þar hefur verið lagður. Af toppnum heldur síðan stígurinn áfram niður í miðja hlíðina og þar er farið yfir tröppur.

Stóru – Laxárgljúfur
Ekið inn fyrir afréttarhlið og beygt í austur þegar komið er á Línuveginn. Skömmu eftir að komið er yfir Heiðará er tekin braut til suðurs sem liggur að gljúfrinu. Rétt ofan við girðinguna eru ármót Leirár og Stóru Laxár og er þar hrikalegt að sjá. Er síðan gengið niður með gljúfrinu, klofað yfir girðinguna.

Foss – Fagridalur – Hildarsel
Í byrjun er gengin sama leið og að Kluftum í Fagradal (sjá hér), en síðan genginn greinilegur slóði niður að Hildarseli. Í Hildarseli var föst búseta allt til ársins 1886. Við Hildarsel fellur Litla-Laxá í gljúfri og er í henni fossinn Kistufoss. Þessari leið mætti hæglega skeyta við Ingjaldshnúk og ganga þá upp Fagradal.

Foss – Fagridalur – Kluftar – Kaldbakur
Gengið frá Fossi yfir Fagradal að Kluftum, en bærinn á Kluftum fór í eyði árið 1954. Á Kluftum fæddist kvígan Huppa árið 1926 og frá henni er komið frægasta kúakyn landsins. En uppruna Kluftakynsins tengist þjóðsaga sem tengd er Stóra-Steini (Huppusteini) er stendur við gönguleiðina undir Galtfelli.

Foss – Kerlingarfoss – Fagridalur
Gengið upp fjallið frá planinu á Fossi. Uppi á brúninni er stefnan tekin í norðaustur gengið upp fyrir Háls og inn á Selmýrar þaðan niður að Kerlingarfossi. Þaðan er hægt að fara sömu leið til baka eða ganga sem leið liggur niður í Fagradal. Þessa leið má síðan tengja annarri leið ef vilji er fyrir.

Foss – Ingjaldshnúkur
Til þess að fara að Ingjaldshnúk eða Háhnúk eins og hann er líka stundum nefndur er farið frá Fossi. Gengið er frá planinu gegnt fossinum. Farið eftir veginum að fjallsrótum og beint upp fjallið og sjást tjarnir þegar komið er á hábrúnina, en heiðin þar er nefnd eftir þeim og kölluð Tjarnheiði.

Gönguleið að Gullfossi að austan
Farið inn Tungufellsdal og inn í Deild. Þar er skilti á vinstri hönd sem vísar til gönguleiðar að Gullfossi sem hefst á plani við girðinguna. Leiðin er merkt með lituðum steinum. Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi Útgefandi: Hrunamannahreppur Vefsíða

Tungufellsdalur – Hlíð
Hægt er að hefja göngu við svokallaðan Kjöl og ganga niður með Dalsá. Í Dalsá er Kerlingarfoss. Í kringum 1946 var hafist handa við virkjunarframkvæmdir við fossinn sem aldrei var lokið, en steyptur stíflugarður er til vitnis þar um. Fossinn dregur nafn sitt af tröllkerlingu sem veiddi fisk við fossinn.

Tungufellsdalur – Svartárgljúfur
Hægt er að ganga þessa leið hvorn veginn sem er. Annars vegar að byrja í Tungufelli og ganga inn Tungufellsdal að vestanverðu og upp á Tófuhól. Þaðan í gegnum ilmandi skóginn að Svartárgljúfri, en það er vandlega falið í skóginum og í því mjög fallegur foss. Einnig er hægt að ganga frá Safngerðinu.

Jata – Byrgið – Kirkjuskarð
Þegar keyrt er heim að Fossi er komið að afleggjaranum að Jötu, þegar sá afleggjari er keyrður áfram er komið að upplýsingaskilti um þessa gönguleið og þar er gott að hefja gönguna. Gengið er fram Skipholtsfjall eftir götum. Byrgið (búrið) er vel falið í landslaginu en stikur vísa veginn að því.

Högnastaðaásar – Kirkjuskarð
Stefnan er tekin á vatnstankinn uppi á Högnastaðás. Farið í gegnum skógræktina að hluta til, þá er gengið í Hvammslandi, farið yfir girðingu og þá er komið í Túnsbergsland. Á hæstu bungu er varða og þaðan er mikið útsýni þó svo að þessir ásar séu ekki hávaxnir.

Galtafell neðri leið
Ekið eftir afleggjaranum að bænum Sólheimum en þar sem beygir heim að bæ er plan til að leggja bílum og er gengið þaðan í átt að fjallinu. Reiðgötunni er fylgt til suðurs að Núpstúni eða Hrepphólum og skarast þessi leið þá við Galtafell efri leið, en er mun léttari ganga. Ofangreind heimild: Gönguleiðir í Hrunamannahreppi.

Galtafell efri leið
Gengið frá kirkjustaðnum Hruna eða ristahliðinu við brautina að Hrunalaug. Farið áfram eftir veginum og stiklað yfir lækinn í Músasundi. Þaðan er gengið upp á Stóra- Skógarholt, svo áfram upp Hálsana og upp á Galtafell þar má finna fleiri en eina götu upp. Þegar upp er komið kemur í ljós mikið landslag.

Langholtsfjall
Gengið frá Snússuskála í landi Ásatúns eftir götum sem liggja austan megin Langholtsfjalls. Munnmæli herma að í Vatnsdalsvatni á Langholtsfjalli búi sami nykur og býr í vatninu uppi á Vörðufelli, ár í senn í hvoru vatni. Hann flytur sig um set um undirgöng á Jónsmessunótt og heyrast þá miklir dynkir og skruðningar.

Papós – Kex – Papós
Þetta er gömul leið sem gjarnan var farin þegar bændur vestan úr sveitum voru að koma frá Papóskaupstað. Gengið er meðfram Kastá inn Kastárdal uns komið er fram á brúnina fyrir botni Kastárdals sem heitir Kex,  þar sér yfir Hornsvík og Stokksnes. Þar er farið beint niður skriðuna. Síðan er gengið fyrir Horn.

Papós – Horn
Leiðin er stórbrotin, en að mestu greið. Hún liggur um grýtta urð og lausar skriður á köflum en ætti að vera flestum fær. Á leiðinni er mikið um menningarminjar. Papósmegin má sjá rústir Papóskaupstaðar og rúst sem talin er vera frá því Papar dvöldust hér fyrir landnám. Á Hafnartanga eru rústir gamallar verstöðvar.

Inn á dal við Kirkjubæjarklaustur
Við erum stödd rétt norðan við Kirkjubæjarklaustur, nánar tiltekið við bæina Mörk og Geirland. Ekki algeng örnefni og þegar landakortið er skoðað má sjá þau nokkur sérstök hér í kring. Á sem heitir Rásin og önnur slík sem ber nafnið Stjórn. Blesahraun og Kylli – stafa – sjást líka og síðast en ekki síst Landnyrðingur.

Stakkholtsgjá
Ansi vinsæll viðkomustaðar ferðalanga á leið í Þórsmörk eða Bása. Ekki að ástæðulausu því Stakkholtsgjá er geysifalleg og magnþrungið náttúrufyrirbæri. Gjáin liggur hátt í tvo kílómetra inn í landslagið og rís hæst í um 100 metra hæð. Dásamleg gönguleið sem hentar öllum og enginn ætti að sleppa.

Nauthúsagil
Sannkölluð ævintýraferð sem reynir þó örlítið á fótafimi göngufólks. Stikla þarf á steinum eða vaða lítla á alloft á leið sinni inn í þetta fallega gil. Ekið er aðeins inn fyrir Seljalandsfoss og þar beygt upp að gilinu. Gangan er ekki löng en „klifra“ þarf örlítið á síðustu metrunum til að sjá fossinn.

Systrafoss – Systrastapi
Létt og þægileg gönguleið á söguslóðum kvenna. Hentar vel sem kvöldganga eða til að brjóta upp langan dag á akstri. Við leggjum við Systrafoss og göngum það eftir vegum og slóðum að Systrastapa. Klífum hann með aðstoð keðju og göngum svo sömu leið til baka.

Gjáin
Dásamlegt svæði, gjár, áin, klettar og skógi vaxið svæði. Og auðvitað þjóðarstoltið í hámarki því hér er þjóðveldisbærinn örstutt í burtu. Við hefjum gönguna við Stöng. Frá bílastæðinu liggur nokkuð greinilegur stígur til norðurs. Við eltum hann og fikrum okkur svo ofaní Gjánna eftir um eins kílómetra labb.

Hellisskógur
Skemmtilegt útivistar- og skógræktarsvæði á vestari bakka Ölfusár. Kemur svolítið á óvart, maður á eiginlega ekki von á þetta stórum skógi þarna. Við ökum inn Ártún sem er sú íbúðargata sem er næst Ölfusárbrú að vestanverðu. Ökum inn fyrir byggðina og inn á svæði Skógræktarfélags Selfoss.

Pétursey
Fín gönguleið á skemmtilegt fjall þar sem fæst ágætis útsýni yfir nærsveitir og fjöll sunnan Mýrdalsjökuls. Við ökum inn vestari afrein vegs nr. 219 og eftir um það bil 700 metra sést einmana en þokkalega stórt tré við fjallshlíðina. Ofan við það tré má sjá grasbrekku sem nær því sem næst upp á topp.

Reynisfjall
Geysilega fallegt fjall með snarbröttum hlíðum á flesta vegu. Góð og ansi skemmtileg leið liggur upp á fjallið frá þorpinu. Vegurinn er greinilegur og sikk sakkar upp fjallið og er ágætur til göngu. Gengin er svo sama leið tilbaka.

Hatta
Skemmtileg og þægileg ganga upp á „hitt“ fjallið ofan við Vík í Mýrdal. Við ökum upp að kirkjugarðinum og göngum upp góða grasbrekkku út frá norðausturhorni garðsins. Þegar upp er komið getum við látið staðar numið eða það sem betra er, gengið til austurs út á Víkurhamra eða til vesturs á toppinn.

Hoffellsjökull
Stutt en skemmtileg gönguleið meðfram fallegum skriðjökli. Ágætlega ósnortið svæði. Við ökum inn að Hoffellsjökli, vegur 984 og leggjum við bílastæðið þar. Göngum svo hægra megin inn með jöklinum meðfram Húsbjörgum og ofan við Geitafellsbjörg að Efstafellsgili. Sama leið til baka. Nánari lýsing: Hoffellsjökull er nyrstur þeirra jökla sem ganga úr Breiðabungu á Vatnajökli.

Hamraskógur
Ef börn eru með í för og dvalið er í Þórsmörk þá er þetta gönguleiðin sem ætti að velja. Að ganga um Hamraskóg er ævintýri, öðruvísi en líka bara ævintýri. Leiðin er einföld, þetta er síðasti spotti Laugavegarins og því vel merkt sem slík. Litlu lengra úr Langadal en Húsadal. Nánari lýsing: Hamraskógur hafa verið

Snorraríki
Stutt gönguleið að skemmtilegum hellisskúta sem gefur tilefni til að rifja upp missannar sögur af sauðaþjófum og útilegumönnum. Hvort sem gengið er úr Húsadal eða Langadal er spottinn um einn kílómetri og í báðum tilfellum eftir góðum stígum og vel merktum.

Valahnúkur
Eitt af vinsælli gönguleiðum í Þórsmörk enda ljómandi útsýni af þessu fjalli þó ekki sé það mjög hátt. Við hefjum gönguna við Skagfjörðsskála í Langadal. Þaðan liggur merkt og ágæt leið á topp hnjúksins og við höldum svo sömu leið til baka. Nánari lýsing: Er upp er komið blasir við ljómandi útsýni.

Útigönguhöfði
Æðisleg gönguleið þó hún sé örlítið brött á fótinn aðra leiðina. Hefst við skála Útivistar í Básum á Goðalandi og fylgt er góðum og merktum stíg upp á fjallið. Efsti hluti leiðar er frekar brattur en þar eru höld, keðjur fólki til stuðnings. Mælt er með að fara sömu leið til baka.

Strákagil
Sannkallað ævintýraland fyrir börn á öllum aldri. Á þennan hátt mætti vel lýsa Strákagili sem er rétt austan við aðstöðu Útivistar i Básum á Goðalandi. Gengið er frá skálunum fyrir Bólfell eftir mjög greinilegum stíg. Skilti vísa líka leiðina en þessi fyrsti spotti er einnig leið þeirra sem fara á Fimmvörðuháls. Þegar komið er framhjá.

Silfurfoss við Hólaskjól
Rétt er strax að taka fram að nafnið Silfurfoss sést hvergi á kortum heldur hefur því verið kastað fram af og til. Ekkert annað örnefni er til yfir fossinn svo við vitum til. En hann er tignarlegur og því verið líkt við Gullfoss á þennan hátt.

Miðfell við Flúðir
Ljúf gönguleið á skemmtilegt fjall í Hreppum. Alls ekki erfið leið og hentar því flestum gönguvönum. Best er að ganga á fjallið að norðaustan og er smá útskot við veginn þar sem við leggjum í hann. Leiðin liggur á ská til vinstri upp á fellið og þar er upplagt að ganga hring á fjallinu.

Laki
Stutt gönguleið á þennan fræga gíg. Vel þess virði því þrátt fyrir að hækkun sé ekki nema rúmir 200 metrar er útsýnið gott. Við skiljum bílinn eftir á stæðinu en þar eru líka upplýsingaskilti og salerni. Slóðin á fjallið er skýr og við því ekki í neinum vandræðum með að fylgja henni.

Á svig við Bíldsfell
Við hefjum gönguferð okkar við Ljósafossvirkjun en í nágrenni hennar eru stærstu sumarhúsasvæði landsins, það er í Grafningi, Grímsnesi og við Þingvallavatn.  Leiðin sem við ætlum að ganga liggur frá Ljósafossvirkjun og eftir bílslóða niður að bænum Bíldsfelli.  Þetta er einkar skemmtileg leið sem kemur verulega á óvart og má bæði bæði ganga hana.

Fimmvörðuháls
Ein af fallegri gönguleiðum landsins. Útsýnið er blasir við þegar komið er fram á brúnir og horft yfir Bása, Almenninga og Þórsmörk er ólýsanlegt. Eitt VÁ, hvíslað af vörum þess sem gengur þar í fyrsta sinn er eitthvað sem ekki er óalgengt. Hér er leiðinni lýst miðað við að gengið sé frá Skógum.

Fjaðrárgljúfur
Eitt af fallegustu náttúruundrum landsins. Leið okkar liggur rétt vestan við Kirkjubæjarklaustur, inn framhjá Hunkubökkum og að bílastæði neðan gljúfranna. Þar löbbum við upp með gljúfrunum austan meginn og sömu leið tilbaka. Nánari lýsing: Líklegast er talið að Fjaðrárgljúfur hafi orðið til fyrir um níu þúsund árum síðan. Þá hefur líklega áin verið mun stærri.

Hrauntún
Stuttur hringur um geysilega fallegt svæði þar sem náttúran skartar sínu fegursta. Hentar öllum aldursflokkkum. Ein mest náttúruperla sem finna má við sumarhúsasvæðin við Skyggnis-, Brekku- og Miðhúsaskóg er Hrauntúnsland en það er í vörslu Skógræktar ríkisins. Mýrarskógur þekur stóran hluta Hrauntúnslandsins og sunnarlega í skóginum eru tveir gullmolar, Hrauntúnstjarnir. Tjarnirnar eru fallegar og tærar.

Básagil
Ljómandi fín ævintýraferð fyrir þær fjölmörgu fjölskyldur sem njóta útivistar í sumarhúsalöndum Brekkuskógar, Miðhúsaskógar eða Skyggnisskógar. Gangan hefst á bílastæði efst í Skyggnisskógi en það fylgjum við vegslóða svo til beint í norður í átt að Miðfelli. Á hægri hönd er Mýrarskógur en á vinstri Úthraun, víða vaxið birkiskógi. Eftir tæplega eins kílómetra göngu er […]

Miðfell
Þægileg ganga á lítið fell sem er þó með ágætis útsýni yfir sumarhúsabyggðir svæðisins. Gönguleiðin hefst efst á bílastæði í Skyggnisskógi. Þaðan er gengið eftir vegarslóða sem liggur svo til beint í norður að Miðfelli. Á hægri hönd er Mýrarskógur og handan hans má virða fyrir sér fögur gil sem blasa við.

Kolgrímshóll við Skyggnisskóg
Skemmtileg leið sem hentar öllum nema ef til vill þeim allra yngstu. Er að mestu leyti eftir góðum slóðum. Þessi gönguleið er því sem næst hringur og hæglega má lengja hana til að svo verði. Hún hefst efst í Skyggnisskógi og fylgir vegslóðanum þar til komið er undir suðvesturhorn Miðfells. Þá er stefnan tekin því.

Brúarárskörð
Gönguleið sem er brött á köflum en fær hvaða göngumanni í þokkalegu formi. Opnar göngumönnum sýn á gljúfur sem eru ekki mjög þekkt en eru svo sannarlega göngunnar virði. Hrikalegt gljúfur Brúarárskarða sem er um þrír kílómetrar á lengd er endastaður þessarar gönguleiðar. Hún hefst vestast í sumarhúsabyggðinni í  Skyggniskógi og er gengið eftir augljósum

Kálfsárlón
Skemmtileg gönguleið sem hentar öllum. Engin hækkun en þó þarf víða að finna góða leið í kring um birkiskóginn. Haldi göngumenn sig sem næst lækjum og árfarvegum verður gangan léttari. Gangan hefst efst í Miðhúsaskógi  og liggur um skóginn, fallegt hraunið og uppsprettur sem undan því koma. Frá upphafsstað er gengið eftir vegslóða niður að.

Fossaleið Brúarár
Stutt gönguleið sem hentar flestum ef ekki öllum, jafnvel yngri börnum. Slétt landslag en töluvert kjarr sem þarf að klöngrast í gegn um af og til. Lagt er upp frá þjóðveginn við brúnna yfir Brúará og gengið er upp með ánni að vestanverðu. Fyrsta legginn er gengi í jaðri túna frá bænum Efstadal.

Efstadalsfjall
Nokkuð þægileg gönguleið sem leynir á sér því þótt fjallið sé ekki hátt verðlaunar það göngumenn þegar upp er komið með góð útsýni yfir svæðið. Efstadalsfjall er 626 metra hár móbergsstapi og góður útsýnispóstur yfir stóran hluta Suðurlandsundirlendis í góðu skyggni. Hægt er að velja um að minnsta kosti tvær leiðir á fjallið en hér.

Konungsvegur ofan við Hrauntún. Bjarnarfell fjær.

Konungsvegurinn (hluti)
Slétt og þægileg leið sem gefur góða mynd af svæðinu í kring um Miðhúsaskóg, Brekkuskóg og fleiri þekkt sumarhúsalönd. Nokkuð auðveld í rötun enda skýr slóð, vegur stærsta hluta leiðarinnar. Árið 1907 sótti Friðrik VIII konungur Dana og Íslendinga  þegna sína hér á landi heim. Ráðist var í eina stærstu framkvæmd íslandsssögunnar þar til Kárahnjúkastífla.

Heimild og nánari frásögn er á vefnum www.gonguleidir.is

Comments are closed.