Svanhildur Inga Ólafsdóttir með viðurkenningarskjalið frá Ís-Forsa, ásamt  Unnur V. Ingólfsdóttur leiðbeinanda.

Svanhildur Inga Ólafsdóttir með viðurkenningarskjalið frá Ís-Forsa, ásamt Unnur V. Ingólfsdóttur leiðbeinanda.

Svanhildur Inga Ólafsdóttir hlaut viðurkenningu Ís-Forsa

Svanhildur Inga Ólafsdóttir með viðurkenningarskjalið frá Ís-Forsa, ásamt Unnur V. Ingólfsdóttur leiðbeinanda.

Svanhildur Inga Ólafsdóttir með viðurkenningarskjalið frá Ís-Forsa, ásamt Unnur V. Ingólfsdóttur leiðbeinanda.

Stjórn Ís-Forsa veitti viðurkenningu fyrir framúrskarandi meistararitgerð á sviði velferðarmála á aðalfundi Ís-Forsa sem haldinn var í Háskóla Íslands þann 18. maí s.l. Að Þessu sinni hlaut Svanhildur Inga Ólafsdóttir viðurkenninguna fyrir ritgerð sína Sérfræðingur í málefnum barna, skv.74.gr.barnalaga. Viðfangsefni rannsóknarinnar snéri að breytingum á barnalögum nr.76/2003, sem tóku gildi 1. janúar 2013. Sérstaklega var fjallað um 74. gr. laganna um álitsumleitan. Þar kemur fram að sýslumaður geti leitað liðsinnis sérfræðings í málefnum barna á öllum stigum máls og falið honum að kynna sér viðhorf barns og/eða foreldris og gefa skýrslu um það. 

Markmið með rannsókninni var að kanna hver væri menntun sérfræðings í málefnum barna sem starfar samkvæmt 74. gr. barnalaga nr.76/2003. Einnig var markmiðið að skoða með hvaða hætti fyrrnefndum breytingum hefur verið framfylgt hjá sýslumannsembættum landsins.  Niðurstöður sýna fram á að sá fagaðili sem oftast er leitað til sem sérfræðings í málefnum barna hefur menntun sem félagsráðgjafi eða sálfræðingur. Einnig sýna niðurstöður fram á ósamræmi milli sýslumannsembætta er kemur að framkvæmd þjónustu samkvæmt barnalögum.

Sérstök nefnd mat ritgerðirnar sem tilnefndar voru af háskólakennurum. Með veitingu viðurkenningarinnar vill stjórn Ís-Forsa stuðla að viðgangi framhaldsnáms á sviði velferðaþjónustu og að viðurkenning fyrir framúrskarandi framlag til rannsókna á meistarastigi geti orðið meistaranemum hvatning og stuðlað að vandaðri nýsköpun þekkingar. Heimasíða ÍS-Forsa er www.ísforsa.net

Comments are closed.