Það verður líf og fjör í Selfosskirkju 30. apríl

Það verður líf og fjör í Selfosskirkju 30. apríl

Stærsti Kvennakór landsins, telur 120 eldhressar skvísur á öllum aldri.
Léttsveit Reykjavíkur mun halda tónleika í Selfosskirkju laugardaginn 30. apríl kl. 14.

Aðgangur er ókeypis.

Dagskráin er létt og skemmtileg m.a. dægurlög eftir Spilverk þjóðanna, Sigurð Bjólu, Barry Manilow og David Bowie.

Stjórnandi kórsins er Gísli Magna sem einnig útsetur lög kórsins sem og Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanóleikari.

Comments are closed.