Tvöfaldur sigur Ölfuss

Tvöfaldur sigur Ölfuss

utsvar-olfusÍ seinustu viku bárum við ykkur þær fréttir að Ölfus myndi takast á við Hafnarfjörð bæði í útsvari og í körfubolta. Skemmtilegt er að segja frá því að Ölfus sigraði Hafnarfjörð tvöfalt.

Lið Ölfuss sigraði í útsvarinu með 63 stigum gegn 59. Liðið er skipað af Ágústu Ragnarsdóttur, Hannesi Stefánssyni og Árnýju Leifsdóttur, þau stóðu sig frábærlega og voru með forskotið alla keppnina.

Sama kvöld sigruðu Þór Þorlákshöfn Hauka í Domino‘s deild karla í körfubolta. Þetta var hörkuleikur á Ásvöllum í Hafnarfirði og slógust liðin um forskotið fyrstu þrjá leikshlutana en Þórsarar náðu forskotinu í þeim fjórða og unnu með 82 stigum gegn 77.

Glæsilegur árangur hjá liðsmönnum Ölfuss um helgina!

Comments are closed.