Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum

Umsóknarfrestur er til og með 27. september.

Umsóknarfrestur er til og með 27. september.

Uppbyggingarsjóður Suðurlands auglýsir eftir umsóknum um styrk, skilafrestur umsókna er til og með 27. september 2016. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Sótt er um rafrænt með því að smella á eftirfarandi slóð: Umsókn um styrk.

Á heimasíðu SASS kemur fram að markmið Uppbyggingarsjóðs Suðurlands sé að styðja við verkefni sem efla fjölbreytileika atvinnulífs og jákvæða samfélagsþróun á Suðurlandi, að efla menningarstarfsemi og listsköpun á Suðurlandi og að styðja við atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni á Suðurlandi. Þá eru einnig umsækjendur hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð og leiðbeiningar við gerð umsókna. Hægt er að hafa samband í síma 480 8200 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið styrkir@sudurland.is.

Upplýsingar um úthlutunarreglur, leiðbeiningar við gerð umsókna og viðmið við mat á umsóknum er að finna hér.

 

 

Comments are closed.