Uppskeruhátíð á Flúðum og nágrenni

Uppskeruhátíð á Flúðum og nágrenni

Ferskt grænmeti frá Flúðum.

Ferskt grænmeti frá Flúðum.

Laugardaginn 3. september verður uppskeruhátíð haldin á Flúðum og nágrenni. Hátíðin hefur verið vel sótt undanfarin ár og mælst vel fyrir.

Gestum býðst að kaupa fersk matvæli úr sveitinni í félagsheimilinu á Flúðum, Anna Magnúsdóttir handverkskona býður gesti velkomna heim í vinnustofu sína í Bjarkarhlíð, golfvöllurinn Efra-Sel heldur „opna íslenska grænmetismótið“ og markaður með gamla muni verður í Litla húsinu svo fátt eitt sé nefnt.

Dagskrá uppskeruhátíðarinnar má sjá í heild sinni hér.

 

Comments are closed.