Veitingastaðir á Suðurlandi – Hótel Rangá

Veitingastaðir á Suðurlandi – Hótel Rangá

hotel-rangaÁ Hótel Rangá er boðið upp á A la carte matseðil alla daga ársins. Meginþema matseðilsins er norrænt en ber þó einnig keim af frönsku og ítölsku eldhúsi.

Fjölbreytt úrval rétta er í boði en mælt er sérstaklega með sjávarréttarsúpunni, sveitaplattanum sem inniheldur kjöt úr héraði, Rangárlaxinum og síðast en ekki síst íslenska fjallalambinu sem hlotið hefur mikla hylli matgæðingsins. Einnig ber að nefna sívinsælu súkkulaðiskyrkökuna sem svíkur engan.

Veitingastaðurinn á Hótel Rangá er í fyrsta gæðaflokki enda er um mikinn metnað að ræða af hálfu hótelsins. Lögð er áhersla á persónulega þjónustu og ferskt og staðbundið hráefni af bestu fáanlegu gæðum sem völ er á hverju sinni.

Ásamt A la carte matseðlinum er boðið upp á fjögurra rétta árstíðabundinn kvöldverðarseðil allt árið um kring sem hlotið hefur lof gesta. Þar ríkja árstíðarnar – vetrarseðill, vorseðill, sumarseðill, haustseðill, villibráðarseðill og jólaseðill.

Nú eru eftirfarandi matseðlar í gangi: Jólahlaðborð í boði fyrir gesti fyrstu þrjár helgarnar í desember, sjá hér, og jólamatseðill frá 4. desember alla daga sem ekki eru jólahlaðborð fram til áramóta, sjá hér.

Comments are closed.