Vetr­ar­sól­stöður

Vetr­ar­sól­stöður

Vetrarsólstöður eru í dag, 21. desember. Vetrarsólstöður eru þegar sól er lægst á lofti á norðurhveli jarðar og dagurinn stystur. Nú fer daginn aftur að lengja hjá okkur og myrkrið víkur fyrir birtunni. Það eru svo sannarlega góðar fréttir fyrir þá sem eiga erfitt með skammdegið.

Hér áður fyrr var vetrarsólstöðum á Íslandi fagnað duglega en sá siður hefur að mestu lagst af en þó eru enn hópar í samfélaginu sem halda daginn hátíðlegan. Má þar til dæmis nefna Ásatrúarfélagið sem heldur fast í hefðirnar og heldur árlega jólablótið sitt í dag.

Blótið verður helgað í Öskjuhlíðinni, neðan vegslóðans við lóð Ásatrúarfélagins, stundvíslega kl. 18:00. Veisla verður svo haldin í sal Flugvirkjafélagsins í Borgartúni 22, húsið verður opnað kl. 19:30 og í boði er glæsilegt jólahlaðborð og kaffi á eftir. Allsherjargoði helgar blótið og börnin tendra jólaljósin og fá glaðning. Allar cialis upplýsingar um jólablótið má finna með því að smella á eftirfarandi hlekk: Jólablót Óðinsdag 21. desember.

Á vef Ásatrúarfélagsins kemur fram að „[f]rá fornu fari hafa jólin verið hátíð heiðinna manna sem haldin er við vetrarsólhvörf. Hin heiðnu jól eru hátíð ljóssins þegar sólin fer hækkandi á lofti og dag tekur að lengja. Þetta eru tímamót nýs upphafs, nýs árs og friðar. Flest öll tákn jólanna svo sem jólatréð, jólasveinarnir, jólaljósin og jólagjafirnar eru upprunnin úr heiðnum sið og Íslenskri þjóðtrú. Auk þess mætti nefna að eitt nafna Óðins er Jólnir. Jólablót Ásatrúarfélagsins er ein aðalhátíð heiðinna manna.“

 

Comments are closed.