Íslenskur píanósnillingur á ferð í London

9 ára íslensk stúlka, Ásta Dóra Finnsdóttir vakti mikla athygli með fingrafimi sinni þegar hún lék á almenningspíanó í Canary Wharf í London fyrr í mánuðinum.

Leikur hennar hefur vakið talsverða athygli – meðal annars er sagt frá þessum óvenjulegu tónleikum á vef Daily Mail í dag.

Þar kemur fram að þeir sem áttu ferð um Crossrail Place Roof Garden hafi staðnæmst til að hlusta á spilamennsku íslensku stúlkunnar – ein kona var heilluð upp úr skónum og gaf Ástu Dóru „fimmu“.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*