Þú getur notið lífsins, þrátt fyrir allt.

Þessi tvífætti hundur er sá eini sem vitað er til að fari allra sinna ferða gangandi uppréttur. “Faith” sem er viðeigandi nafn fyrir hetju sem þessa, er fædd án framfóta. Hún kom fram í þætti Oprah Winfrey, árið 2014 og vakti heimsathygli eftir það.

Til stóð að veita henni “náðina” þegar hún var lítill hvolpur eins og títt er með dýr sem hafa skerta hæfni. En með augnaráðinu bað hún sér griða, að sögn eigandans og í dag nýtur hún lífsins og gengur um hnarreist á afturfótunum einum saman.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

*