Yf­ir­lýs­ing for­set­a Íslands

Yf­ir­lýs­ing for­set­a Íslands

forseti-islandsKatrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á fundi þeirra um stöðu mála um myndun ríkisstjórnar í morgun.

Forseti Íslands las upp yfirlýsingu, sem sjá má hér fyrir neðan, á blaðamannafundi á Bessastöðum eftir fund sinn við Katrínu:

„Tveir flokks­leiðtog­ar hafa fengið umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar. Fyrst Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins svo Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs. Bæði þreifuðu fyr­ir sér með ýmsa kosti, bæði boðuðu til form­legra viðræðna um mynd­un nýrr­ar rík­is­stjórn­ar, sem nyti meiri­hluta á þingi.

Í fyrra­dag til­kynnti Katrín mér að bund­inn hefði verið end­ir á viðræður full­trúa fimm flokka um stjórn­ar­sam­starf. Í fram­haldi af því bað ég hana að kanna hvort að grund­völl­ur væri fyr­ir frek­ari stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum und­ir henn­ar stjórn. Í gær­kvöldi tjáði hún mér að svo væri ekki. Eins og sak­ir stæðu að minnsta kosti.

Fyrr í morg­un kallaði ég því hana á minn fund, hér á Bessa­stöðum þar sem við rædd­um stöðu mála áfram og hún skilaði umboði mínu til stjórn­ar­mynd­un­ar. Í beinu fram­haldi af þeim fundi ræddi ég í síma við for­menn eða full­trúa allra flokka sem sæti eiga á Alþingi um þá stöðu sem upp er kom­in. Um leið aflaði ég upp­lýs­inga um af­stöðu þeirra til stjórn­ar­mynd­un­ar og minnti á þá miklu ábyrgð sem hvíl­ir á þing­inu að sjá til þess að ný rík­is­stjórn verði mynduð þegar fyrri stjórn hef­ur misst þing­meiri­hluta og beðist lausn­ar.

Í ljósi þess hvernig viðræður um stjórn­ar­mynd­un hafa þró­ast frá kosn­ing­um og með hliðsjón af þeim sjón­ar­miðum sem fram hafa komið í sam­töl­um mín­um við for­víg­is­menn flokk­anna hef ég ákveðið að veita ekki ein­um til­tekn­um for­manni eða full­trúa flokks umboð til stjórn­ar­mynd­un­ar að sinni. Fyr­ir slíku skrefi eru bæði hefð og gild­ar ástæður eins og mál­um er komið.

Skyn­sam­leg­ast er að for­ystu­fólk flokk­anna á þingi kanni óform­lega næstu daga hvernig sam­starf sé mögu­legt. Enda eru slík­ar viðræður þegar hafn­ar. Í því sam­bandi árétta ég mik­il­vægi þess að stjórn­mála­menn­irn­ir rísi und­ir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar. Að sjá til þess að í land­inu sé rík­is­stjórn sem meiri­hluti á Alþingi geti sætt sig við. Ég nefni jafn­framt þá brýnu nauðsyn að kalla þing senn sam­an. Vita­skuld væri æski­leg­ast að sam­komu­lag um nýja rík­is­stjórn lægi fyr­ir við þing­setn­ingu.

Ég vænti þess að um helg­ina eða í byrj­un næstu viku í síðasta lagi hafi lín­ur skýrst og unnt verði að ákveða næstu skref í þess­um stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum.“

Comments are closed.